Fara í efni

Þingmenn heimsækja Kjósarhrepps

Deila frétt:

Þingmenn Suðvesturskjördæmis komu í heimsókn í Kjósarhrepps þann 20. október og héldu fund með hreppsnefndinni. Var þeim kynnt málefni sveitarfélagsins og afstaða heimamanna til ýmissa mála. Þingmönnunum var nokkuð niðri fyrir vegna stöðu efnahagsmála. Meðal þess sem til umræðu kom var lagning nýs vegar um Kjósarskarð, fluormengun og uppdæling Björgunar  í Hvalfirði. Þá var komið inná  boðað lagafrumvarp ráðherra sveitarstjórnarmála um lámarksfjölda sveitarfélaga og sameining þeirra. Menntamálaráðherra og 1. þingmaður kjördæmisins upplýsti að slíkt frumvarp hefði ekki verið lagt fram í ríkisstjórn, en um efni þess væru mjög skiptar skoðanir. Fram kom af hálfu heimamanna að ekkert væri þess eðlis í rekstri Kjósarhrepps sem gæfi tilefni til að Kjósarhreppur sameinaðist öðru sveitarfélagi.

Meðfylgjandi mynd er fengin af heimasíðu Sivjar Friðleifsdóttur siv.is