Fara í efni

Þjófar á ferð um Kjósina

Deila frétt:

Frétt var um það á kjos.is að þjófar hefðu verið á ferð um Kjósina og komið við hjá þeim Katrínu og Bjarna í Litlu-Þúfu. Þjófarnir fóru víðar á sama tíma, það er að segja  aðfaranótt mánudagsins sl. Þeir fóru einnig í nokkra sumarbústaði í Norðurnesi. Þar létu þeir sér ekki nægja að láta greipar sópa, heldur þurftu þeir að skemma og eyðileggja verulega inni í þeim sumarhúsum sem þeir komu við í. Það eru nú vinsamleg tilmæli til allra fasteignaeigenda í hreppnum að gæta vel að eignum sínum eða fá aðra til að fylgjast með þeim fyrir sig í fjarveru sinni.