Þorrablót kvenfélagsins afstaðið
25.01.2012
Deila frétt:
Þorrablót kvenfélags Kjósarhrepps var haldið í Félagsgarði sl laugardag og var húsfylli að venju. Skemmtiatriði voru heimagerð eins og alltaf áður og naut skemmtinefndin að þessu sinni stuðnings Gísla Einarssonar við gerð myndar sem sýnd var á blótinu og nefndist "Fjandinn" frétta og þjóðlífsþáttur úr Kjós.
Hljómsveitin Loftskeytamenn sáu um tónlistina og Jóhann Sveinsson um matinn. Hér til hliðar má sjá skemmtinefndina ásamt Bjössa úr Greifunum, en stofnaður var að þessu tilefni sönghópurinn "Vinkonur Bjössa"