Fara í efni

Þorrablótið er á morgun

Deila frétt:

Nú er langþráðri bið eftir þorrablótinu í Kjósinni loksins að taka enda, en það er á morgun og þá verður gaman.

 

En í gamalli frásögn segir að:

Á þorrablótum séu haldnar ræður og færð fram skemmtiatriði og leikþættir. Mikið er sungið  af íslenskum þjóðlögum og margir kunna lögin utanbókar, en það eru líka oft lagðar fram söngbækur á borðin.

Þorri er kaldasti mánuður ársins. Eftir þorrann var oft maturinn búinn og líka heyið handa dýrunum. Síðan gat komið hungursneyð. Mörgum finnst það ef til vill skrýtið, að Íslendingarnir átu allan besta matinn á þorrablótinu og sultu síðan. En þetta getur verið dæmigert íslenskt viðbragð; að éta sig vel saddan áður en hungrið kom. Með því gat maður storkað örlögunum.