Fara í efni

Þrír dagar í Þorrablótið

Deila frétt:

Þorrablótið er íslensk veisla, haldin á þorra, þar sem  borða á hefðbundinn íslenskan mat, drekka brennivín, syngja íslensk lög, kveða vísur og dansa gömlu dansana. Fyrstu þorrablótin voru haldin í kaupstöðum á Íslandi eða meðal íslenskra stúdenta erlendis á nítjándu öld. Það var fólk, sem hafði flutt úr sveitunum eða að heiman, sem hélt þau. Líklega vildi fólkið fá að bragða matinn, sem það hafði borðaði heima í æsku og til að hitta ættingja og vini.

Þegar Ísland var dönsk nýlenda, var Íslendingum bannað að nota salt. En Íslendingar notuðu aðrar aðferðir við að geyma mat. Maturinn var reyktur, þurrkaður, súrsaður eða kæstur. Flestir þorramatsréttir eru gerðir með þessum aðferðum.

Áður voru engir skorsteinar á eldhúsunum á Íslandi og maturinn var eldaður á hlóðum. Reykurinn fyllti eldhúsið og fór út um gat á þakinu en var ekki leiddur upp gegnum stromp. Eldhúsið var fullt af reyk og margar konur urðu blindar um miðjan aldur af reyknum. Lambakjöt, bjúgu, rauðmagar og annar matur var hengdur upp í þaksperrurnar og reyktur þar. Hangikjöt er enn talið besti veislumatur á Íslandi og verður það vonandi gott og nóg til af því á laugardaginn.