Þrettándabrenna á fimmtudaginn
03.01.2011
Deila frétt:
Þrettándabrenna verður við Félagsgarð fimmtudagskvöldið 6. janúar 2011, ef veður leyfir. Kveikt verður í brennunni kl 20:30.
Heitt verður á könnunni og eru gestir beðnir um að taka með sér smákökurnar og að sjálfsögðu flugeldana og góða skapið.
Bókasafnið verður opið miðvikudagskvöldið 5. jan. n.k. á milli klukkan 20 – 22, fyrir þá sem vilja skila bókum og ná sér í nýjar.
Enn er töluvert eftir af gömlum bókum á efri hæðinni og eru núna loka dagarnir sem fólk getur komið og náð sér í bækur, endurgjaldslaust.