Þrettándabrennan á morgun
09.01.2015
Deila frétt:
Kveikt verður í þrettándabrennunni við Félagsgarð á morgun kl 20:00. Væntanlega hafa þá íbúar og aðrir velunnarar verið duglegir að koma með jólatrén sín og annað hreint efni til að setja á bálið.
Flugeldum verður skotið upp og reynt var að velja þá sem valda sem minnstum hávaða eftir því sem við var komið.
Flest dýr eru komin á hús en þeir sem eru með hross á útigangi er ráðlagt að gefa hestum vel seinni part dags og halda þeim á kunnuglegum slóðum, þar sem þau fara sér síður að voða ef hræðsla grípur þá. Ef hægt er að setja hesta inn er það öruggast.
Eigendur ættu helst að fylgjast með hestunum ef því er komið við, eða alla vega vitja þeirra sem fyrst eftir lætin.