Fara í efni

„Keltneskt kvöld“ í Fólkvangi þann 17. apríl

Deila frétt:

Hið nýstofnaða Sögufélag Steini á Kjalarnesi efnir til „Keltnesks kvölds“ í Fólkvangi þann 17. apríl og hefst dagskráin kl. 20. Þar verður ýmislegt til skemmtunar og fróðleiks er tengist keltneskri menningu. Sr. Gunnþór Ingason flytur fyrirlestur um áhrif keltneskrar kristni á Íslandi; Þorvaldur Friðriksson heldur fyrirlestur um keltnesk áhrif í íslensku og  örnefnum á Íslandi; Wilma Young segir frá hjaltlenskri fiðluhefð og flytur ásamt dóttur sinni  Helenu Mjöll hjaltlenska tónlist á fiðlu og píanó.

Í hléi verða kaffi og kökur. Aðgangseyrir: 750 kr. fullorðnir (engin kort) og frítt fyrir 16. ára og yngri.

 

Nánari upplýsingar veita:

Hrefna Sigríður s. 659-2876

Theodór Theodórsson s. 699-8253