Fara í efni

„Meðan fæturnir bera mig“ um Kjósina á morgun

Deila frétt:

Hlaupararnir hjónin Signý Gunnarsdóttirog Sveinn Benedikt Rögnvaldsson ásamt fylgdarliði eru að ljúka hlaupi sínu um landið til styrktar krabbameinssjúkum börnum, en hlaupið hófst 2. júní sl. Þau hjón eru foreldrar Krumma, en Krummi heitir fullu nafni  Gunnar Hrafn Sveinsson og var rúmlega þriggja ára þegar hann greindist með bráðahvítblæði í janúar 2010. Meðferð hans var ansi ströng í eitt ár en er hann nú kominn á beinu brautina. Gunnar Hrafn hefur tekist á við veikindi sín af einstöku æðruleysi og sýnt óvenju mikinn styrk. Í dag er Gunnar Hrafn kátur leikskólastrákur sem byggir upp krafta sína og tekur framförum dag frá degi.

Þau leggja af stað frá Botni í Hvalfirði kl 8:20 þann 16. júní og enda við Valsheimilið kl 15:00. Reiknað má með að það taki  ca 55 mínútur að klaupa hverja 10 km.

Heildarfjárhæð söfnunar er í þessum skrifuðum orðum kr. 8.754.981.-

 

Kjósverjar eru hér með hvattir til að sýna þessu góða máli samstöðu og safnast saman við Félagsgarð til að hvetja þau, jafnvel að hlaupa eða hjóla með þeim síðasta spölinn.  Hægt að fylgjast  með á síðunni www.mfbm.is