Fara í efni

1000 lámarks íbúafjöldi út af borðinu

Deila frétt:

Kristján Möller ráðherra sveitarstjórnamála upplýsti á landsþingi sambands íslenskra sveitarfélaga í dag að hann hyggist ekki leggja fram frumvarp til laga um að lögbinda að lámarks íbúafjöldi verði að lámarki 1000 í hverju sveitarfélagi. Kynnti hann hugmyndir sínar um að nálgast verkefnið, að fækka sveitarfélögum, með öðrum hætti. Nefnilega að skipa sameiningarnefndir sem taki mið af staðbundnum og landfræðilegum forsendur og verði hlutverk þeirra að vinna að sameiningum með viðræðum og jafnvel tillögum sem hugsanlega yrðu staðfestar sem lög frá Alþingi.

Landsþingið áréttaði hinsvegar fyrri samþykkt sína um að sameiningar verði áfram framkvæmdar með frjálsum hætti ef íbúar einstakra sveitarfélaga kjósa að sameinast öðru sveitarfélagi.