17. júní hátíðahöld í Kjós
12.06.2025
Deila frétt:
Að þessu sinni verða 17. júní hátíðahöldin í Kjósinni haldi við Ásgarð. Dagskráin hefst klukkan 11:00 og líkur kl. 13:00.
Við ætlum að nota þetta tækifæri og taka í notkun Ærslabelg sem settur hefur verið upp og er byrjunin á sælulund fjölskyldunnar við Ásgarð. Á næstu vikum bætast við rólur, borð með áföstum bekkjum og grill. Það er von okkar að fjölskyldur í Kjósinni njóti þess að eiga stund saman í lundinum.
- Tónlistaratriði, Andri Eyvinds mætir með gítarinn
- Ísvagninn frá Skúbb
- Kjósarhreppur bíður gestum uppá helíum blöðrur, kaffi, djús, grillaðar pulsur og andlitsmálun
Alvöru sveitarstemming, allir velkomnir
Fjölskyldu- og menningarnefnd Kjósarhrepps