200 milljónum verður varið í Kjósarskarðsveg
24.04.2007
Deila frétt:
Í nýrri samgönguáætlun til næstu fjögra ára er gert ráð fyrir að varið verði tæpum 200 milljónum króna til uppbyggingar Kjósarskarðsvegar. Hreppsnefnd Kjósarhrepps lagði sig fram til að skriður kæmist á verkið og setti veginn efst á forgangslista vegaframkvæmda í hreppnum. Gert er ráð fyrir að bjóða verkið úr í tveimur áföngum þannig að unnið verði í vegnum árið 2008 og 2010.
Nú er það verkefni hreppsnefndar og íbúa hreppsins að leggjast á eitt að halda fengnum hlut og sjá til þess að væntanlegir þingmenn skeri ekki fjárveitinguna niður eina ferðina enn, að loknum kosningum.