4G Símans í Kjósinni
4G samband Símans í Hvalfirði hefur nú verið eflt. Sendir var á dögunum settur upp á Þúfu og dregur sambandið um Meðalfellsvatn og í Eilífsdal.
Þessi fjórða kynslóð farsímasenda eflir netsambandið til muna. Auk þess leyfir tæknin áhorf í háskerpu og niðurhal kvikmynda á mettíma.
„Við hjá Símanum höfum markvisst sett upp 4G netið til að efla þjónustu við landsmenn í frístundum sínum. Þannig höfum við styrkt sambandið í vinsælum sumarhúsabyggðum – Bæði í Grímsnesi og Hvalfirði. Nú í vor settum við upp sendi á Svarfhólshálsi, sem dekkar fjörðinn vel og bætum nú sendinum á Þúfu við," segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans.
Ljóst er að sífellt fleiri landsmenn eru tilbúnir fyrir 4G tæknina. „Við sjáum að 4G snjalltækjum hefur fjölgað hratt og vel í höndum landsmanna. Í ársbyrjun 2013 voru aðeins 2% viðskiptavina með slík en eru nú tæplega fimmtungur. Þá styðja sex af hverjum tíu seldum símtækjum í verslunum 4G tæknina þessa stundina. Síminn hefur byggt upp í takti við þessa þróun og er kominn með þessa fjórðu kynslóð farsímasenda í alla landshluta," segir hún: „Auk þess að vera með 4G snjalltæki má að sjálfsögðu setja upp 4G beini í bústaðnum og tengjast netinu þannig."
|
„4G kerfi Símans vex með hverjum deginum sem líður og við erum afar ánægð með að geta nú boðið enn betri þjónustu í Kjósinni." |
Frá því í vor hafa 4G sendar verið settir upp víða um land. Á Akranesi, Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði og Selfossi. Einnig í Keflavík, Stykkishólmi, Borgarnesi og Vestmannaeyjum. Þá hefur netið verið þétt á höfuðborgarsvæðinu.
„4G kerfi Símans vex með hverjum deginum sem líður og erum við afar ánægð með að geta nú boðið enn betri þjónustu í Kjósinni."
Sjá nánar Hér