50 km/klst, kýr á veginum
11.09.2008
Deila frétt:

Ný og áður óþekkt umferðarmerki hafa verið sett upp í Kjósarhreppi.
Annarsvegar hafa verið sett upp hámarkshraðamerki norður með Meðalfellsvatni og hefur ökuhraði verið takmarkaður þar við 50 km/klst. Hinsvegar hefur verið sett upp merki neðan við Valdastaði þar sem ökumenn eru varaðir við að kýr gætu leynst á veginum eða öllu heldur að vænta megi að kúasmali gæti verið með hjörð sína við veginn. Það var Vegagerð ríkisins setti upp skiltin að ósk heimamanna