Fara í efni

Að Stardal er gott að koma

Deila frétt:

Í Stardal á Kjalarnesi búa hjónin Magnús Jónasson og Þórdís Jóhannesdóttir.

Magnús er fæddur í Stardal, sonur Jónasar sem lengi var vegagerðarverkstjóri  og  stjórnaði m.a. vegagerð í Kjós á fyrrihluta síðustu aldar. Þórdís er frá Heiðabæ í Þingvallasveit , dóttir Jóhannesar frá  í Hvítanesi í Hvalfirði. Er Þórdís, líkt og bróðir hennar; Bangsi á Heiðabæ, sterk ættuð úr Kjósinni og eiga þau þar nokkurn fjölda skyldmenna.

Stardalur er austasta jörðin í Kjalarneshreppi hinum forna og liggur land jarðarinnar m.a. að Fremra-Hálsi og Írafelli.