Fara í efni

Aðalfundarboð FSM – 2. maí 2009

Deila frétt:

Hér með er boðað til aðalfundar Félags sumarbústaðaeigenda við Meðalfellsvatn laugardaginn 2. maí, kl. 11.00. Fundurinn verður haldinn í Kaffi Kjós.

 

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, sbr. lög félagsins. Á fundinn kemur fulltrúi Veiðikortsins, handhafi veiðiréttar og kynnir verð á veiðikortinu í sumar. Auk þess að veiða í Meðalfellsvatni geta handhafar kortsins veitt í 30 öðrum vötnum.

 

Félagsmenn eru hvattir til taka með sér nýja félaga. Einnig hvetur stjórnin félagsmenn til að hafa samband við stjórnarmenn varðandi mál sem þeir hafa áhuga á að ræða á fundinum.