Aðalfundur Kjósarstofu
Aðalfundur Kjósarstofu var haldinn í Ásgarði þriðjudagskvöldið 5. mars og var ágætlega sóttur. Í skýrslu stjórnar kom fram að Kjósarstofa sá um fjölda viðburða á árinu 2012 auk
þess að hafa umsjón með hátíðunum Kátt í Kjós og Krásum í Kjós. Samstarf var við Hvalfjarðarklasann og Markaðsstofu Vesturlands auk Höfuðborgarstofu. Starfsmaður var í hlutastarfi í sex mánuði í samstarfi við Kjósarhrepp. Á dagskránni er að halda Krásir í Kjós í lok ágúst í ár og fleira er á döfinni. Kosin var ný stjórn Kjósarstofu. Ólafur J. Engilbertsson formaður og Bergþóra Andrésdóttir ritari gáfu ekki kost á sér og ekki heldur Sigurbjörg Ólafsdóttir varamaður. Nýir aðalmenn í stjórn voru kosin Ólafur Oddsson (sem var áður varamaður) og Halla Lúthersdóttir. Auk þeirra er Katrín Cýrusdóttir aðalmaður. Nýir varamenn voru kosin Sigríður Klara Árnadóttir og Heimir Morthens.