Fara í efni

Aðalfundur Kvenfélags Kjósarhrepps 2012

Deila frétt:

Aðalfundur Kvenfélags Kjósarhrepps var haldinn að Neðra-Hálsi 7. febrúar sl. Vel var mætt á fundinn af hálfu kvenfélagskvenna enda góðar móttökur hjá Dóru Ruf.

Konur voru ánægðar með vel unnin störf á síðast ári. Tillaga kom fram að kvenfélagið keypt hjartastuðtæki til að hafa til taks í sveitarfélaginu. Ákveðið var að skoða málið enn frekar með það í huga að jafnvel fleiri tæki yrðu keypt t.d. af sveitarfélaginu, einnig þyrfti að finna tækjunum stað en sveitarfélagið er víðfemt.

Nýr formaður var kosinn og var það Jóhanna Hreinsdóttir Káraneskoti en með henni í stjórn eru þær Anna Björg Sveinsdóttir Valdastöðum og Katrín Cýrusdóttir Kiðafelli 3