Aðalfundur SF Kjós
Aðalfundur SF.Kjós var haldinn í Ásgarði mánudaginn 6. Desember 2010.
Árni B. Bragason frá Búnaðarsamtökum Vesturlands heimsótti okkur og kynnti hrútakost, Sæðingastöðvar Vesturlands, einnig sýndi hann okkur nokkra notkunarmöguleika í Fjárvís.is.
Guðmundur Davíðsson, formaður flutti skýrslu stjórnar og reikningur félagsins var borinn upp til samþykktar, að því loknu var stjórn félagsins endurkjörinn, en hún er skipuð, Guðmundi Davíðssyni, Miðdal, Hreiðari Grímssyni, Grímsstöðum og Maríu Dóru Þórarinsdóttir, Morastöðum.
Síðast á dagskrá fundarins voru almennar umræður og voru þær helstar um smalamennskur, fjallskil og einnig var rætt um garnaveikibólusetningar, ómerkinga og fleira . Margar og skiptar skoðanir komu fram, voru menn jafnvel farnir að lesa lagabálka upp úr Fjallskilasamþykkt, skiptast á skoðunum um hvernig eigi að marka lömb sem ekki eru fædd fyrir 12. viku sumars. ( það kom fram í fjallskilasamþykkt að marka ætti öll lömb fyrir 12. viku sumars) . Eftir fjörugar umræður var fundi slitið rétt rúmlega kl. 23.00.
Stjórn SF. Kjós.