Aðalfundur sf. Kjós
Aðalfundur sauðfjárræktarfélagsins Kjós verður haldinn í Ásgarði í kvöld,fimmtudag.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Þá kemur á fundinn Borgar Páll Bragason verkefnisstjóri hjá Bændasamtökunum og kynnir fjárræktarforritið Fjárvís.
Mjög áhugaverðir tímar eru framundan hjá sauðfjárbændum, að fengitímanum, sem nú fer í hönd slepptum, hefur sala á sauðfjárafurðum aukist gríðarlega á síðustu vikum. Í ástandi því sem hefur skapast hefur runnið upp fyrir þjóðinni á ný hverrsu innlend matvælaframleiðsla er henni dýrmæt. Þekkt er að sauðkindin hefur haldið lífinu í landsmönnum í gegnum aldirnar og á það má treysta þó allt fari í neðra, þá lifir sauðkindin. Henni hefur að vísu verið núið um nasir að hafa eitt skógi í landinu, sennilega að ósekju. Fyrst nandnám var hér hafið fyrir ellefu öldum hlaut því að fylgja að landinn þyrfti að komast af og það tryggði sauðkindin blessuð.