Fara í efni

Aðalskipulag Kjósarhrepps

Deila frétt:

Hreppsnefnd hefur ákveðið að gera minni háttar breytingar á aðalskipulagi Kjósarhrepps, til ársins 2017. Vinna er þegar hafin og gengið hefur verið til samninga við Landlínur í Borgarnesi  að vinna það verk.

Nefnd hefur verið skipuð til að vinna að málinu með þeim fyrir hönd Kjósarhrepps,  en það eru þau:  Guðmundur Davíðsson, Oddur Víðisson, Guðný G.Ívarsdóttir.

Það sem helst er verið að horfa til er skilgreiningin á búgarðabyggð(stórum íbúðarhúsalóðum) og  góðu  ræktuðu  landi.  Áfram mun vera stefnt að því að sveitarfélagið sé skilgreint sem landbúnaðarsvæði og ekki verði þéttbýlismyndun í hreppnum.

Þeir  íbúar sem vilja koma á framfæri athugasemdum  eða ábendingum við núverandi skipulag, sendi erindi á oddviti@kjos.is eða setji sig í samband við nefndarmenn.