Fara í efni

Aðfangamarkaður jóla í Kjósinni

Deila frétt:

Laugardaginn 5. desember verður aðfangamarðaður jóla frá kl. 12-17 í Félagsgarði í Kjós. Á boðstólum verður ýmiskonar handverk og matvælaframleiðendur  í Kjósinni verða með margskonar góðgæti til sölu.

Gríðarlega góð þátttaka er á markaðinum og vænta má að að á boðstólunum verði mikið úrval af vörum sem munu koma sér vel um hátíðarnar.

Hægt er að byrja daginn á því að ná sér í alíslenskt jólatré á skógræktarsvæðinu við Fossá og fá sér svo kakó og vöfflu hjá kvenfélaginu í Félagsgarði auk þess að skoða það sem þar er í boði.