Fara í efni

Aðfangamarkaður jóla, 2010

Deila frétt:

Árlegi aðfangamarkaður Kósverja verður í Félagsgarði laugardaginn 4. desember.

Áhersla er lögð á að heimamenn verði  þar með framleiðslu sína á boðstólum.  Nái þeir ekki að fylla það svæði sem til ráðstöfunar er gefst öðrum kost á þeim borðum. Þeir sem áhuga hafa á að vera með eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Guðnýju í síma 5667100 eða, sem er betra, að senda póst á oddviti@kjos.is  fyrir 22. nóvember 2010 og það komi fram hvaða vara er í boði.

Markaðurinn verður opin frá kl.13:00 -17:00 og verður húsið opnað kl.10:30 til undirbúnings. Kvenfélag Kjósarhrepps verður með veitingasölu til fjáröflunar.

Íbúar Kjósarhrepps eru hvattir til að nýta sé þetta tækifæri til að koma heimagerðum hlutum og matvælum á markað.  GGÍ