Alltaf gaman hjá kvenfélagskonum í Kjós
14.04.2011
Deila frétt:
Kvenfélagskonur héldu apríl fundinn sinn að þessu sinni hjá Óla Odds á
Stekkjarflöt og lásu með honum í skóginn á þriðjudagskvöldið. Mæting var kl 18:30 og var þá gengið um skóginn undir leiðsögns Óla, en hann byrjaði að planta þarna trjám fyrir um 30 árum. Þegar komið var vel inn í skóginn voru konur paraðar saman og bundið var fyrir augun á annari og hin leiddi "hölt leiðir blinda" Við það skynjar sú blinda í flestum tilfellum umhverfið á allt annan hátt en fyrr.
Þegar búið var að kolrugla konur þarna fram og til baka var aftur farið í hús og súpa etin, konum kennt að tálga og síðan að baka sér pizzu, vafða á grein yfir opnum eldi.
Heim fóru konur síðan um kl 22 eftir mjög skemmtilegt kvöld og vel heppnaðan fund.