Alvöru íslenskur bóndabær opinn á „Kátt í Kjós
Miðdalur stendur í samnefndum dal milli Eyrarfjalls og Esju við veg 460. Þar er stundaður blandaður búrekstur, aðallega mjólkurframleiðsla með um 30 kúm auk nautakjötframleiðslu. Um 60 vetrarfóðraðar ær eru á bænum auk hrossa. Árlega fæðast 2-4 folöld á bænum. Lögð er áhersla á að rækta ganggóð reiðhross með gott geðslag.HRFI border collie hundar eru á bænum, Demssin Hendsome innfluttur frá Finnlandi og Míra, frábærir heimilis og vinnuhundar. Einnig eru íslenskir hundar á bænum Njála 13 ára og Buska 3 ára og nokkrir kettir. Landnámshænur vappa á hlaðinu.Á vorin er tekið á móti grunn- og og leikskólabörnum og þeim kynntur alvöru íslenskur bóndabæ þar sem börnin fá að sjá dýrin í sínu rétta umhverfi og komast í snertingu við þau.
Heitt verður á könnunni og boðið verður upp á vörur frá Mjólkursamsölunni.
Opið frá 13-17. middalur@emax.is