Fara í efni

Annir hjá bókverju Kjósarhrepps

Deila frétt:

Mikið er að gera hjá bókverju Kjósarhrepps þessa dagana en nú streyma inn nýjar bækur á bókasafnið. Að venju verða keypar inn allar helstu skáld - og ævisögur sem eru að koma út, en núna vera einnig keyptar inn nokkrar fræðslubækur og uppflettirit.

 

Bókasafnið verður opið í dag, miðvikudag 9. nóvember,  frá kl. 15-18.

Markmiðið er síðan að safnið verði opið á tveggja vikna fresti í vetur eins og verið hefur undanfarin ár. 

Næst verður opið 23. nóvember og þá frá kl 20-22, síðan 7. desember frá kl 15-18 og 21. desember frá 20-22.. Íbúar eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu og koma við og ná sér í góða bók að lesa í skammdeginu.