Auglýsing eftir vörslumanni búfjár í Kjósarhreppi
Hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykkti á fundi sínum þann 13. nóvember sl. að auglýsa eftir vörslumanni búfjár í hreppnum. Lausaganga stórgripa er ólögmæt í Kjósarhreppi.
Helstu verkefni vörslumanns er að taka til vörslu stórgripi í lausagöngu í Kjósarhreppi og fara með og viðhalda girðingum meðfram Hvalfjarðarvegi, þannig að hætta stafi ekki af stórgripum og sauðfé á Hvalfjarðarvegi.
Veruleg hætta getur stafað af lausagöngu búfjár og hefur lausaganga víða um land valdið slysum og öðru tjóni.
Um skyldur landeigenda og umráðamanna jarða og einnig um skyldur opinberra aðila varðandi tryggilegar girðingar er vísað til Girðingarlaga nr. 135/2001 og Vegalaga nr. 80/2007 en um lausagöngu búfjár er vísað til laga um búfjárhald nr. 38/2013.
Upplýsingar um starfið veitir Guðný í síma 5667100