Fara í efni

Auglýsing um framlagningu kjörskrár

Deila frétt:

Kjörskrá í Kjósarhreppi vegna kosninga til Alþingis þann 25. apríl n.k. hefur verið lögð fram.

Kjörskráin mun liggja frammi í Ásgarði á skrifstofutíma fram til kjördags.

Þeir sem á skránni eiga að vera eru íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag, sem áttu lögheimili í Kjósarhreppi samkvæmt Þjóðskrá 28. mars sl. Jafnframt danskir ríkisborgarar sem búsettir voru á Íslandi 1946. Ennfremur íslenskir ríkisborgarar sem lögheimili eiga erlendis og flutt hafa lögheimili sitt eftir 1. desember 2000 og náð hafa aldri á kjördag.

Nánari reglur um kjörskrástofn liggja jafnframt frammi í Ásgarði.

 

Sigurbjörn Hjaltason, oddviti.