Auglýsing um kynningu fyrir frambjóðendur.
Ein og kunnugt er verða óhlutbundnar kosningar til hreppsnefndar í Kjósarhreppi árið 2014. Settur hefur verið upp vefur hér á síðunni Frambjóðendur í Kjósarhreppi X 14.
Tilgangurinn með vefnum er að auðvelda íbúum að átta sig á hverjir sækjast eftir kjöri og hvers vegna með því halda utan um það á einum stað hverjir sækjast eftir kjöri og hvers vegna.
Það er best gert með því að Kjósarhreppur bjóði þennan kost, enda heimasíða hreppsins fyrsti staðurinn sem íbúar leita upplýsinga um málefni sem að því snúa. Kjósarhreppur býður þarna áhugasömum upp á vettvang þar sem allir kynna sig á jafnréttisgrundvelli. Það er best gert með því að óháður aðili bjóði upp á valkost, frekar en hópar eða einstaklingar reyni að standa fyrir slíku.
Það skal tekið fram að þrátt fyrir að einstaklingar skrái sig á þessa síðu, þar sem þeir lýsa yfir vilja til að bjóða sig fram til sveitarstjórnar, þá viljum við benda á að allir kjörgengir einstaklingar eru í kjöri og skyldu allra til að taka kjöri skv. meðfylgjandi grein úr lögum um kosningar til sveitarstjórnar.