Auglýsing um unglingavinnu og starf umsjonarmanns
02.06.2009
Deila frétt:
Fyrirhugað er að bjóða unglingum í Kjósarhreppi sumarvinnu í nokkrar vikur í sumar.
Óskað er eftir starfskrafti til að hafa umsjón með vinnunni. Æskilegt er að viðkomandi hafi bifreið til umráða, geti starfað af frumkvæði og hafi geðslag til að bera til að ná árangri með unglingum í starfi.
Áhugasamir hafi samband við oddvita í síma 896-6984 og 5667100 eða með tölvupósti sem fyrst.
Þeir unglingar sem áhuga hafa á vinnu eru vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst á oddviti@kjos.is fyrir 10. júní.
Sigurbjörn Hjaltason,oddviti