Bæjarkeppni – Firmakeppni Adams
28.04.2012
Deila frétt:
Keppnin verður haldin við Félagsgarð, þriðjudaginn 1 maí, kl. 14. Keppt verður í a.m.k. tveimur flokkum, kvennaflokki og karlaflokki. Knapar geta sýnt þær gangtegundir sem þeir kjósa, leitað er eftir „glæsilegasta parinu“. Góð verðlaun í boði. Hvetjum alla til að mæta og vera með. Mæting ekki seinna en kl. 13:30 til skráningar.
Bændur,búalið og fyrirtæki í Kjós, við hvetjum ykkur til að taka þátt og styrkja okkur, svo við getum komið upp góðri aðstöðu fyrir hestasportið hér í sveit. Þátttöku má tilkynna með því að senda tölvupóst: á bjossi@icelandic-horses.is eða í síma 895-7745. Þátttökugjald aðeins kr. 5000 – og allir þátttakendur fá happadrættismiða í Stjörnuhappadrættinu!
Stjórn Adams.