Bókasafnið flutt
Unnið er að flutningi bókasafnsins í Ásgarði á neðri hæð hússins.
Bókasafnið er að stofni til frá 1892. Það ár var Bræðrafélag Kjósarhrepps stofnað sem hafði það markmið m.a. að kaupa og leiga út bækur. Safnið var til húsa í Þinghúsinu á Reynivöllum allt til að Ásgarður var tekin í notkun um 1950 og hefur lengst af heitið Bræðrabókasafn Kjósarhrepps. Þetta er í þriðja sinn sem safnið er flutt innan veggja Ásgarðs og fer nú í það herbergi sem flestir þekkja undir nafninu „Smíðastofan“. Bræðrafélagið gaf síðan Kjósarhreppi safnið.
Samhliða flutningnum er safnið allt yfirfarið og grisjað verulega, þannig að það verður mun umfangsminna. Það sem einkum er tekið úr safninu eru þýddar skáldsögur.
Það eru þær Marta Hildur Ricther, ættuð úr Kjós, forstöðumaður og Helga Jónsdóttir, frá Reykjum, skrifstofustjóri, báðar frá bókasafninu í Mosfellsbæ.