Bókasafnskvöld 6. apríl.
01.04.2016
Deila frétt:
Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur eða Gurrý eins og við þekkjum hana úr sjónvarpinu verður með fyrirlestur á bókasafnskvöldi, miðvikudagskvöldið 6. apríl í Ásgarði, kl. 20:00.
Hún mun leiðbeina við ræktun kryddjurta og annara matjurta. Það getur margborgað sig að rækta sínar eigin grænmetis og kryddjurtir.
Fátt er til dæmis betra en fersk minta út í sumardrykkinn eða glænýtt blóðberg með lambalærinu.
Allir velkomnir og veitingar í boði að hætti bókverju.