Fara í efni

Búnaðarfélag Kjósarhrepps

Deila frétt:

Aðalfundur Búnaðarfélags Kjósarhrepps var haldinn í Kaffi Kjós 24. maí sl.

Fundurinn var að venju með hefðbundnu sniði og var ný stjórn kosin en í henni sitja nú, þau: Kristján Finnson Grjóteyri, Jóhanna Hreinsdóttir Káraneskoti, Finnur Pétursson Káranesi, Ólafur Helgi Ólafsson Valdastöðum og Sigurþór Gíslason Meðalfelli. Ný stjórn hefur ekki skipt með sér verkum.

 

Hefð hefur skapast fyrir því að veita verðlaun fyrir afurðahæstu kúna og hæst dæmda kynbótahrossið hvers árs og í eigu félagsmanna búnaðarfélagsins.

 

Fyrir síðasta ár var það kýrin Skræpa, númer 290 í eigu Finns Péturssonar, Káranesi sem var afurðamest. Hún er ættuð frá Nesi í Reykholtsdal, undan Gosa 00032  Fjalli á Skeiðum.  Árið 2010 mjólkaði hún 10.485 kg. 

 

Hæst dæmda kynbótahrossið var Fálkadrottning IS2003225086 frá Meðalfelli, í eigu Sigurþórs Gíslasonar Meðalfelli og hlaut hún í meðaleinkunn 8.10. Fálkadrottning er undan heiðursverðlaunahestinum Orra frá Þúfu og Ætt frá Stóra-Hofi