Baráttan um landið
Fimmtudaginn 14. júní stendur Umhverfisvaktin við Hvalfjörð fyrir sýningu heimildarmyndarinnar Baráttan um landið eftir Helenu Stefánsdóttur. Sýningin hefst klukkan 20.00 að Hjalla í Kjós og er aðgangur ókeypis. Léttar veitingar verða til sölu á staðnum.
Myndin er 61 mínúta að lengd og segir sögu þeirrar náttúru sem er í hættu vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda og raforkuframleiðslu fyrir stóriðju á Íslandi. Einnig drepur sagan á þeim ómetanlegu náttúruperlum sem nú þegar hefur verið fórnað fyrir stóriðju, en í dag fara u.þ.b. 80% af framleiddri raforku á Íslandi í erlenda stóriðju. Sagan er sögð af hinum hógværu röddum sem búa á og unna landinu sem er í hættu og hefur verið eyðilagt.
Þuríður Einarsdóttir einn af aðstandendum myndarinnar mun segja í stuttu máli frá gerð hennar áður en sýningin hefst og mun svara spurningum að henni lokinni.