Betur fór en á horfðist
14.11.2012
Deila frétt:
Gatnamót Meðalfellsvegar og Hvalfjarðarstrandarvegar geta verið stórhættuleg í lúmskri hálku. Margir Kjósverjar hafa hafa lent utan vegar eða á umferðarskiltum við gatnamótin þegar aðstæður eru eins og þegar þær voru í morgun, þegar mjólkurbílstjóri missti stjórn á mjólkurbílnum í hálku. Ekki mátti miklu muna að mjólkurbíllinn færi á hliðina en betur fór en á hrofðist. Lítið tjón varð á mjólkurbílnum en umferðarskiltið er sennilega ónýtt.