Fara í efni

Bluegrass Gang á tónleikum á Hjalla á miðvikudagskvöld kl. 21

Deila frétt:

Kjósarstofa kynnir í samstarfi við Matarbúrið og Ferðaþjónustuna Hjalla hljómsveitina Bluegrass Gang á tónleikum á Hjalla miðvikudagskvöldið 21. september kl 21. Aðgangseyrir er 500 kr.
Hljómsveitin Bluegrass Gang var stofnuð í Sviss árið 2005. Hún hefur tileinkað sér bluegrass túlkun á hefðbundnum slögurum og bluegrass lögum. Sérgrein þeirra er hins vegar vinsæl bluegrass lög sungin á hinum og þessum mállýskum og ferskar útsetningar á Johnny Cash og Hank Williams lögum. Í efnisskránni eru einnig lög eftir Gordon Lightfoot og Kris Kristofferson. Auk tónleikanna á Hjalla er hljómsveitin með tvenna tónleika á Café Rosenberg 23. og 24. september.
Kjósverjar og aðrir blágresisáhangendur eru hvattir til að fjölmenna á Hjalla á miðvikudagskvöld og hlýða á Bluegrass Gang. Léttar veitingar á vægu verði.