Fara í efni

Borun eftir heitu vatni miðar vel

Deila frétt:

Borun eftir heitu vatni í Kjósinni  miðar vel áfram en  jarðborinn Nasi frá Ræktó borar nú aðra vinnsluholu á Möðruvöllum í Kjós. Holunni var valinn staður á jólaföstunni og var helst tekið mið af hitastigli í nokkrum mælingaholum, sem boraðar höfðu  verið þarna í grenndinni. Nýja holan heitir MV-24  og hefur nú verið boruð í 152 m dýpi með 12¼″ lofthamarskrónu þegar bormenn fóru í helgarfrí sl. föstudag.