Fara í efni

Borun eftir heitu vatni miðar vel áfram í Kjósinni

Deila frétt:

En á þriðjudagsmorguninn þann 25. febrúar  var rennsli upp úr holunni svipað og daginn áður og hitinn líka. Og áfram var borað; að kveldi var dýpið orðið 650 m og ‚annað óbreytt‘ að sögn borstjóra. Ljóst er að borun hefur gengið með mestum ágætum en mun minna er vitað um vatnsinnrennsli. Hiti og sjálfrennsli morguninn eftir (26. feb.) var svipað og fyrr hafði mælst.

 

Áfram var borað í gær, þann 26. febrúar úr 650 m niður í 740 m. Þá var tekið langt helgar-hlé við borunina. Á mánudagsmorgun verður gerð hitamæling í holunni og er vonast til að sjá innrennslisæðar og stigulinn neðan 700 m.