Fara í efni

Borun er að hefjast á Möðruvöllum 1 eftir heitu vatni á holu 2

Deila frétt:

Núna er búið að bora fyrir yfirborðsfóðringunni og setja hana niður og steypa hana. Borkrónan sem nota á við framhaldið átti að vera komin til landsins en vegna ófærðar innnanlands í USA fór hún ekki þaðan fyrr en í gær og gæti það haft áhrif á framvinduna allra næstu daga.

Ákveðið var að ráðast í borun á holu 2,  en áður höfðu tveir kostir verið ræddir til að finna meira vatn á Möðruvöllum fyrir áformaða hitaveitu í Kjós. Annars vegar var það að dýpka  holu 1 en hins vegar að að bora í hitafrávik, sem er um það bil 800m innan við hana. Á sínum tíma lögðu ÍSOR-menn til að borun í holu 1 yrði hætt á 822m dýpi. Því réð hitamæling, sem sýndi svæðislægan hitastuðul neðan við aðalæð holunnar, sem er á 650m dýpi. Það þótti benda til að ekkert varmanám ætti sér stað neðan 650m á þessum stað. Þess væri að leita fjarri holunni og vatnið í henni væri aðrunnið eftir leku sprungukerfi. Nokkru réð einnig að holan leit þá út fyrir að standa undir væntingum um afköst. En aðalæðin í holu 1 er 85gr. heit. Ljóst er að varmanámið, sem skapar svo heitt jarðhitakerfi ofan 650m þar sem svæðislegur hitastuðull er 125gr/km er allt neðan 650m dýpis. Margt benti til að jákvætt væri að dýpka holu 1 fyrst í allt að 1500m, en lagt var til af ÍSOR –mönnum að bora í innra hitafrávikið fyrst og sjá hvað hefst út úr því, áður en ákvörðun verður tekin um dýpkun á holu 1.