Brenna við Félagsgarð
03.01.2014
Deila frétt:
Þrettándabrennan verður við Félagsgarð á mánudagskvöldið 6. janúar. Áætlað að kveikt verði í brennunni um kl 20:30. Eins og staðan er í dag er vöntun á timbri í brennuna til að hún verði stór og glæsileg. Upplagt er að koma með jólatréð.
Heitt verður á könnunni og smákökur væru vel þegnar með.