Brunarústir á endurvinnsluplaninu.
09.07.2015
Deila frétt:
Það var ekki fögur sjón sem mætti umsjónarmanni endurvinnsluplansins í Kjósinni þegar hann kom til vinnu kl 13:00 í gær. Einhver óprúttinn hafði tekið þá ákvörðun að kveikja í pappírsgámnun og að öllum líkindum hefur logað vel. Þetta hefur gerst á tímabilinu frá kl 16:00, sunnudagsins 5. Júlí til kl 13:00 miðvikudagsins 8. Júlí. Þeir sem urður varir við mannaferðir á svæðinu á þessum tíma eða geta veitt einhverjar upplýsingar er varðar málið eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofur Kjósarhrepps í s. 5667100 eða á netfangið gudny@kjos.is 