Fara í efni

Dýragrafreitur að Hurðarbaki til sýnis á Kátt í Kjós

Deila frétt:

Vorið 2002 vígði séra Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnarðarins í Reykjavík, sérstakan grafreit fyrir húsdýr í landi Hurðarbaks í Kjós.   Dýragrafreiturinn er sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi.   Garðurinn er staðsettur í fallegu og vinalegu umhverfi við Laxá í Kjós og eru stofnendur garðsins  þau Guðný G Ívarsdóttir og Kristján heitinn Mikkaelsson, Flekkudal.

Á undanförnum árum hafa dýravinir í sívaxandi mæli óskað eftir legstað í garðinum fyrir látin dýr.   Þar hvíla nú á þriðja  hundrað dýr,  stór og smá, hvert í sérstökum reit og geta eigendur þeirra  komið og vitjað þeirra hvenær sem er .  

Meðal þeirra sem þar hvíla er  hið landsþekkta naut Guttormur, sem ól aldur sinn Húsdýra-garðinum í Reykjavík. Þar eru einnig, gæðingamæður, stóðhestar og aðrir horfnir gæðingar, ásamt þeim  dýrum sem folk hefur haft inni á heimilum sínum.

           

Gestir eru boðnir innilega velkomir að koma og  skoða  garðinn.

 Umsjónarmaður og eigandi garðsins er: Guðný G Ívarsdóttir, Flekkudal.

          S.5667052/8997052 gudnyi@simnet.is