Fara í efni

Dýraníðingar á ferð um Kjósina?

Deila frétt:

Síðastliðinn sunnudag var komið að slasaðri hryssu í Laxárdal í Kjós og var hún strax færð til dýralæknis. Eftir skoðun dýralæknis á hryssunni kom í ljós að eitthvað óeðlilegt var að sem bendir til að einhver eða einhverjir hafi valdið áverkum á hryssunni.  Er skoðað var undir taglrót hryssunnar kom í ljós að þar var hún mjög bólgin, blóðug og skorin.  Um er að ræða þriðja tilfellið þar sem slíkir óeðlilegir áverkar greinast á hryssu úr sama hestahólfi í Kjósinni.  Hestaeigendur og umráðamenn hrossa eru beðnir um að fylgjast vel með hestum í hestahólfum.