Einn rólegur í sunnudagssteikinni
10.10.2011
Deila frétt:
Stæðilegur hvítur refur var á ferð um Miðdalinn í gærdag og fann þar hina bestu sunnudagsmáltíð.
Þarna er hann sestur að mat sínum og var hinn rólegasti góða stund, hélt áfram að éta eins og ekkert hefði í skorist og nógu lengi til þess að hægt væri ná í myndavélina og taka af honum nokkrar myndir.