Eitthundrað og fimmtíu ára afmæli Reynivallakirkju
02.09.2009
Deila frétt:
![]() |
| Sr. Gunnar Kristjánsson sóknarprestur |
Að aflokinni guðþjónustunni var haldið í Félagsgarð þar sem veitingar voru fram bornar í boði Kvenfélags Kjósarhrepps. Formaður sóknarnefndar, Guðbrandur Hannesson, bauð gesti velkomna og flutti ávarp. Þá talaði sóknarpresturinn til gesta og sr. Brynjólfur Gíslason fyrrum prestur í Stafholti sagði frá langafa sínum sem þjónaði Reynivallasókn þegar kirkjan var byggð.
![]() |
| Afkomendur sr. Kristjáns Bjarnasonar |
Frumsýnd var sögusýning um Reynivelli og kirkjuhald í sókninni sem gerður var góður rómur að.

