Enn eru dýrbítar á ferð um Kjósina
01.07.2011
Deila frétt:
Fundist hafa fimm lömb illa bitin á svæðinu frá Dælisá að Bæ, Þúfu og Þúfukoti á undanförnum vikum, en búast má við að þau séu enn fleiri víðar um sveitina. Þetta enn eitt sumarið sem saufjárbændur í Kjós lenda í búsifjum vegna hunda sem látnir eru leika lausum hala eftirlitslausir um sveitarfélagið. Hundaeigendur eru nú vinsamlegast beðnir um að fylgjast með hundum sínum og hafa þá heima, því þetta vill enginn sjá aftur

