Fara í efni

Félagsstarf eldri borgara að Hlaðhömrum

Deila frétt:

 Ágætu íbúar Kjósarhrepps

 

Kjósarhreppur er þátttakandi í rekstri félagsstarfs eldri borgara að Hlaðhömrum í Mosfellsbæ.

Tekið er vel á móti nýju fólki úr Kjósinni og vonir standa til að ánægja verði með það sem boðið verður uppá í vetur. Stefnt verður að því eins og áður,að fara í skoðunarferðir, leikhús og lengri ferðir. Eldri borgarar í Kjósarhreppi eru hvattir til þess að kynna sér starfsemina og koma og sjá hvað almennt handverk og góður félagsskapur getur gert lífið skemmtilegt.

 

Handverksstofaná  Hlaðhömrum er opin frá kl. 13.00-16.00 alla virka daga.

 

Tréskurðarnámskeið!Námskeið er á miðvikudögum  kl. 12.30

 

Vatnsleikfimiá vegum Rauða krossdeildar Kjósarsýslu er á Reykjalundi

á miðvikudögum kl. 11.30

 

Postulínsmálning!Námskeið hefst laugardaginn 3. okt. kl. 11.00.

 

Leikfimibyrjar 24. sept. kl. 11.15, og verður á þessum tíma á  fimmtudögum

 

Bókband,námskeið byrjar þriðjudaginn 6. október kl. 13.00.

 

Línudans,námskeið byrjar miðvikudaginn í okt. , sjá auglýsingu í næsta Mosfellingi

 

Farið verður á Listasafn Íslandsföstudaginn 9. okt. Lagt af stað frá Hlaðhömrum kl.13.00

 

ATH: Allir þessir tímar fara fram í kjallara Hlaðhamra.  Uppl. og skráningar  eru

á skrifstofu félagsstarfsins og  í síma 5868014 kl. 13.00-16.00 og GSM 6920814

 

Félagsstarfið er með fastan auglýsingadálk í Mosfellingi neðst á bls. 6, þar sem allir helstu viðburðir eru auglýstir.

 

Kveðja,

Svanhildur Þorkelsdóttir, umsjónarmaður

Sigurbjörn Hjaltason, oddviti