Fara í efni

Föstudagsreið Adams

Deila frétt:

Forsvarsmenn hmf. Adams hafa enn á ný ákveðið að blása í lúðra.

Nú skal farið í föstudagsreið. 

Föstudaginn 24.07. nk. hafa bændur og búalið ákveiðið að ríða hver frá sínum heimahaga að stórbýlinu Flekkudal í Kjós (Flekkudal þekkja allir sem eitthvað vit hafa á hrossum en þaðan hafa komið bestu hross landsins).

Stefnt er að því að fólk geti átt góðar stundir saman í Flekkudal frá kl: 20:30 yfir mat og drykk. 

Grillað verður á staðnum en hver sér um sína drykki.  

Skráningar berist  á netfangið: 8995282@gmail.com fyrir kl: 12:00 á hádegi fimmtudaginn 23.07.

 

Mbk.

Ferðanefnd hmf. Adams