Fara í efni

Fallega kisu vantar heimili í sveit

Deila frétt:

Arthúr er stór og myndarlegur kisi sem bankaði uppá hjá okkur í vetur. Við getum því miður ekki hýst hann lengur og erum að reyna að finna gott heimili fyrir hann. Það er heldur mikið að vera með þrjár kisur. Hann er yndislega ljúfur og mannblendinn og reynist afar vel þar sem mýs herja á híbýli. Góður kisi sem elskar að eiga öruggt skjól og helst í sveitinni. Þeir sem gætu haft áhuga hafið samband í við Kristínu í síma 694 9556.